
Bjørn Lomborg
Sameinuðu þjóðirnar standa á tímamótum. Trump forseti hefur dregið Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og skorið niður fjárveitingar til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem líklegt er að fleiri brotthvörf muni eiga sér stað. Hann kallar SÞ „árangurshamlaðar“ og gefur til kynna að þær séu mýri sem þurfi að ræsa fram.
Á þessum mikilvægu tímamótum mætti gera ráð fyrir að SÞ réttlættu tilvist sína með því að skerpa áherslur sínar á frið og velmegun með traustum ráðleggingum byggðum á fyrirliggjandi gögnum. Þess í stað bæla þær niður opna umræðu um loftslagsbreytingar á sama tíma og setja fram áætlanir sem ganga gegn velmegun.
SÞ hafa átt í samstarfi við ríkisstjórn Brasilíu um að hefja alþjóðlega framkvæmdaáætlun sem ber hið ógnvekjandi
...