Sam­einuðu þjóðirn­ar eru að reyna að stjórna því sem fólk get­ur heyrt, lesið og hugsað um lofts­lags­breyt­ing­ar.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lom­borg

Bjørn Lom­borg

Sam­einuðu þjóðirn­ar standa á tíma­mót­um. Trump for­seti hef­ur dregið Banda­rík­in úr Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni og skorið niður fjár­veit­ing­ar til lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna, auk þess sem lík­legt er að fleiri brott­hvörf muni eiga sér stað. Hann kall­ar SÞ „ár­ang­urs­hamlaðar“ og gef­ur til kynna að þær séu mýri sem þurfi að ræsa fram.

Á þess­um mik­il­vægu tíma­mót­um mætti gera ráð fyr­ir að SÞ rétt­lættu til­vist sína með því að skerpa áhersl­ur sín­ar á frið og vel­meg­un með traust­um ráðlegg­ing­um byggðum á fyr­ir­liggj­andi gögn­um. Þess í stað bæla þær niður opna umræðu um lofts­lags­breyt­ing­ar á sama tíma og setja fram áætlan­ir sem ganga gegn vel­meg­un.

SÞ hafa átt í sam­starfi við rík­is­stjórn Bras­il­íu um að hefja alþjóðlega fram­kvæmda­áætl­un sem ber hið ógn­vekj­andi

...