Það þykir ekki ný­lunda að fylgst sé grannt með sendi­full­trú­um er­lendra ríkja í Moskvu, en greint var frá því í síðasta mánuði að starfs­fólk ís­lenska sendi­ráðsins í Moskvu hefði mátt þola ým­iss kon­ar eft­ir­lit og jafn­vel ógn­an­ir, og að þær hefðu…
Rúgbrauðsgata Sendiráðsbyggingin var reist árið 1815 í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna og þykir afar glæsileg.
Rúg­brauðsgata Sendi­ráðsbygg­ing­in var reist árið 1815 í kjöl­far Napó­leons­styrj­ald­anna og þykir afar glæsi­leg. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Stefán Gunn­ar Sveins­son

sgs@mbl.is

Það þykir ekki ný­lunda að fylgst sé grannt með sendi­full­trú­um er­lendra ríkja í Moskvu, en greint var frá því í síðasta mánuði að starfs­fólk ís­lenska sendi­ráðsins í Moskvu hefði mátt þola ým­iss kon­ar eft­ir­lit og jafn­vel ógn­an­ir, og að þær hefðu spilað sinn þátt í því að ákveðið var að loka sendi­ráðinu.

Hann­es heit­inn Jóns­son, sem var sendi­herra í Moskvu á ár­un­um 1974-1980, grein­ir frá því í ævi­sögu sinni, Sendi­herra á sagna­bekk, að vest­ræn­ir er­ind­rek­ar hafi gengið að því sem vísu að íbúðir þeirra væru hleraðar, og að það hefði ekki byggst á ágisk­un­um, held­ur fullri vissu þar um.

Hann­es kom fyrst til Moskvu sem sendi­ráðunaut­ur og viðskiptaráðunaut­ur árið 1966, en nokk­urn tíma tók að gera upp þá íbúð sem Hann­es og Kar­ina Waag eig­in­kona hans

...