
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Það þykir ekki nýlunda að fylgst sé grannt með sendifulltrúum erlendra ríkja í Moskvu, en greint var frá því í síðasta mánuði að starfsfólk íslenska sendiráðsins í Moskvu hefði mátt þola ýmiss konar eftirlit og jafnvel ógnanir, og að þær hefðu spilað sinn þátt í því að ákveðið var að loka sendiráðinu.
Hannes heitinn Jónsson, sem var sendiherra í Moskvu á árunum 1974-1980, greinir frá því í ævisögu sinni, Sendiherra á sagnabekk, að vestrænir erindrekar hafi gengið að því sem vísu að íbúðir þeirra væru hleraðar, og að það hefði ekki byggst á ágiskunum, heldur fullri vissu þar um.
Hannes kom fyrst til Moskvu sem sendiráðunautur og viðskiptaráðunautur árið 1966, en nokkurn tíma tók að gera upp þá íbúð sem Hannes og Karina Waag eiginkona hans
...