
„Hugmyndin er að hafa yfirsýn yfir uppbyggingarkosti næstu áratuga. Hafa faglegt mat að baki ákvörðun um kosti frekar en að hafa slíkt fast í reiptogi stjórnmála. Þar undir eru svæði eins og Geldinganes,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Sem kunnugt er samþykkti borgarstjórn nýverið að taka til skoðunar tillögu Kjartans Magnússonar um Geldinganes og hugsanlega uppbyggingu þar. Einnig eru í pakkanum svæði eins og Víðinesi og Kjalarnes.
„Slíkt verður gert í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu og fjárfestingu í samfélagslegum innviðum, veitu- og samgöngukerfum, þar á meðal hágæða almenningssamgöngum, borgarlínu og Sundabraut,“ segir Dóra og vísar þarna til bókunar borgarstjórnar um málið. „Sömuleiðis ætlum við að hefja strax skipulagsvinnu við Halla- og Hamrahlíðarlönd í Úlfarsárdal og fara í þá vinnu
...