„Hug­mynd­in er að hafa yf­ir­sýn yfir upp­bygg­ing­ar­kosti næstu ára­tuga. Hafa fag­legt mat að baki ákvörðun um kosti frek­ar en að hafa slíkt fast í reip­togi stjórn­mála. Þar und­ir eru svæði eins og Geld­inga­nes,“ seg­ir Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir,…
Kjartan Magnússon
Kjart­an Magnús­son

„Hug­mynd­in er að hafa yf­ir­sýn yfir upp­bygg­ing­ar­kosti næstu ára­tuga. Hafa fag­legt mat að baki ákvörðun um kosti frek­ar en að hafa slíkt fast í reip­togi stjórn­mála. Þar und­ir eru svæði eins og Geld­inga­nes,“ seg­ir Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur. Sem kunn­ugt er samþykkti borg­ar­stjórn ný­verið að taka til skoðunar til­lögu Kjart­ans Magnús­son­ar um Geld­inga­nes og hugs­an­lega upp­bygg­ingu þar. Einnig eru í pakk­an­um svæði eins og Víðinesi og Kjal­ar­nes.

„Slíkt verður gert í tengsl­um við fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu og fjár­fest­ingu í sam­fé­lags­leg­um innviðum, veitu- og sam­göngu­kerf­um, þar á meðal hágæða al­menn­ings­sam­göng­um, borg­ar­línu og Sunda­braut,“ seg­ir Dóra og vís­ar þarna til bók­un­ar borg­ar­stjórn­ar um málið. „Sömu­leiðis ætl­um við að hefja strax skipu­lags­vinnu við Halla- og Hamra­hlíðarlönd í Úlfarsár­dal og fara í þá vinnu

...