Fjár­málaráð gagn­rýn­ir vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar harðlega hvað varðar fram­lagn­ingu fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un­ar vegna ár­anna 2026-2030. Fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar var lögð fram því sem næst sam­hliða fjár­mála­áætl­un og tel­ur…
Stefna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram fjármálastefnu áranna 2026-2030 samhliða fjármálaáætlun sama tímabils.
Stefna Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra lagði fram fjár­mála­stefnu ár­anna 2026-2030 sam­hliða fjár­mála­áætl­un sama tíma­bils. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Andrea Sig­urðardótt­ir

andrea@mbl.is

Fjár­málaráð gagn­rýn­ir vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar harðlega hvað varðar fram­lagn­ingu fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un­ar vegna ár­anna 2026-2030. Fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar var lögð fram því sem næst sam­hliða fjár­mála­áætl­un og tel­ur fjár­málaráð vinnu­brögðin rýra trú­verðug­leika fjár­mála­stefn­unn­ar.

Með fjár­mála­stefnu er lagður grunn­ur að fjár­mála­áætl­un, sem fjár­lög grund­vall­ast loks á. Fjár­málaráð veit­ir álit á fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un. Að mati ráðsins er óheppi­legt að þær séu lagðar fram sam­hliða.

Stefn­an geti ekki upp­fyllt „akk­er­is­hlut­verk“ sitt

„Fjár­mála­stefn­an á að standa sjálf­stæð og leggja grunn að öðrum þátt­um stefnu­mörk­un­ar í op­in­ber­um fjár­mál­um. Til

...