Fjármálaráð gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega hvað varðar framlagningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar vegna áranna 2026-2030. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var lögð fram því sem næst samhliða fjármálaáætlun og telur…

Stefna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram fjármálastefnu áranna 2026-2030 samhliða fjármálaáætlun sama tímabils.
— Morgunblaðið/Eyþór
Andrea Sigurðardóttir
andrea@mbl.is
Fjármálaráð gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega hvað varðar framlagningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar vegna áranna 2026-2030. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var lögð fram því sem næst samhliða fjármálaáætlun og telur fjármálaráð vinnubrögðin rýra trúverðugleika fjármálastefnunnar.
Með fjármálastefnu er lagður grunnur að fjármálaáætlun, sem fjárlög grundvallast loks á. Fjármálaráð veitir álit á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Að mati ráðsins er óheppilegt að þær séu lagðar fram samhliða.
Stefnan geti ekki uppfyllt „akkerishlutverk“ sitt
„Fjármálastefnan á að standa sjálfstæð og leggja grunn að öðrum þáttum stefnumörkunar í opinberum fjármálum. Til
...