
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tíðin er góð og bændur eru farnir að huga að vorverkum. Þeir eru því farnir að kalla eftir að fá áburðinn svo ég má hafa mig allan við. Ég þarf að klára þetta allt helst fyrir miðjan maí,“ segir Pétur Daníelsson vörubílstjóri á Hvammstanga. Hann er starfar fyrir Sláturfélag Suðurlands, sem er umsvifamikið í innflutningi og sölu á áburði til bænda víða um land. Þar eru bændur í Húnavatnssýslum og á Ströndum stór hópur og þjónusta við þá, viðskiptin og flutningur heim á bæi er starf Péturs í áraraðir. Hann sinnir þó mörgum fleirum, samanber að úti á landi þarf að manna marga pósta svo þetta undarlega fyrirbæri sem heitir samfélag virki sem skyldi.
600 kg í sekknum
Blaðamaður hitti Pétur að máli á dögunum þegar hann var að færa til
...