„Tíðin er góð og bænd­ur eru farn­ir að huga að vor­verk­um. Þeir eru því farn­ir að kalla eft­ir að fá áburðinn svo ég má hafa mig all­an við. Ég þarf að klára þetta allt helst fyr­ir miðjan maí,“ seg­ir Pét­ur Daní­els­son vöru­bíl­stjóri á Hvammstanga
Flutningar Áburðarsekkirnir færðir til á bryggjunni. Volvoinn með vagninn til hliðar, bíll sem dugar vel í verkunum.
Flutn­ing­ar Áburðarsekk­irn­ir færðir til á bryggj­unni. Volvo­inn með vagn­inn til hliðar, bíll sem dug­ar vel í verk­un­um. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

„Tíðin er góð og bænd­ur eru farn­ir að huga að vor­verk­um. Þeir eru því farn­ir að kalla eft­ir að fá áburðinn svo ég má hafa mig all­an við. Ég þarf að klára þetta allt helst fyr­ir miðjan maí,“ seg­ir Pét­ur Daní­els­son vöru­bíl­stjóri á Hvammstanga. Hann er starfar fyr­ir Slát­ur­fé­lag Suður­lands, sem er um­svifa­mikið í inn­flutn­ingi og sölu á áburði til bænda víða um land. Þar eru bænd­ur í Húna­vatns­sýsl­um og á Strönd­um stór hóp­ur og þjón­usta við þá, viðskipt­in og flutn­ing­ur heim á bæi er starf Pét­urs í ár­araðir. Hann sinn­ir þó mörg­um fleir­um, sam­an­ber að úti á landi þarf að manna marga pósta svo þetta und­ar­lega fyr­ir­bæri sem heit­ir sam­fé­lag virki sem skyldi.

600 kg í sekkn­um

Blaðamaður hitti Pét­ur að máli á dög­un­um þegar hann var að færa til

...