Nýj­um Bóka­klúbbi Spurs­mála hef­ur verið ýtt úr vör. Á þeim vett­vangi verður ný bók kynnt til leiks í hverj­um mánuði og fjallað um efni henn­ar og inni­hald með greina­skrif­um og viðtöl­um og þá verður efnt til viðburða þar sem rætt er við höf­unda,…
Bækur Nýr bókaklúbbur kynntur.
Bæk­ur Nýr bóka­klúbb­ur kynnt­ur. — Morg­un­blaðið/​Krist­inn Magnús­son

Nýj­um Bóka­klúbbi Spurs­mála hef­ur verið ýtt úr vör. Á þeim vett­vangi verður ný bók kynnt til leiks í hverj­um mánuði og fjallað um efni henn­ar og inni­hald með greina­skrif­um og viðtöl­um og þá verður efnt til viðburða þar sem rætt er við höf­unda, þýðend­ur og sér­fræðinga sem þekk­ingu hafa á efn­inu hverju sinni.

Þátt­taka í klúbbn­um er fólki að kostnaðarlausu en henni fylgja fríðindi á borð við af­slætti á bók­um sem fjallað er um, auk for­gangs á fyrr­nefnda viðburði.

„Við telj­um tæki­færi til þess að hvetja fólk til þess að lesa meira og kynna sér mik­il­væg sam­fé­lags­mál­efni á yf­ir­vegaðan og yf­ir­grips­mik­inn hátt,“ seg­ir Stefán Ein­ar Stef­áns­son, um­sjón­ar­maður Spurs­mála og klúbbs­ins.

Fyrsta bók­in sem tek­in er til um­fjöll­un­ar er ævi­saga Geirs H. Haar­de sem vakti verðskuldaða

...