Upp­skeru­tími er núna hjá kór­fólki lands­ins þar sem alls kon­ar tón­leik­ar eru í boði. Ný­lega var Karla­kór Ran­gæ­inga með mjög vel heppnaða tón­leika í Leik­skál­um í Vík í Mýr­dal, en stjórn­andi kórs­ins er Ein­ar Þór Guðmunds­son
Tónlist Alexandra Chernyshova æfir Kammerkórinn fyrir tónleika á sumardaginn fyrsta og 1. maí í Vík í Mýrdal er Sinfóníuhljómsveit Íslands mætir.
Tónlist Al­ex­andra Chernys­hova æfir Kammerkór­inn fyr­ir tón­leika á sum­ar­dag­inn fyrsta og 1. maí í Vík í Mýr­dal er Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands mæt­ir. — Morg­un­blaðið/​Jón­as Er­lends­son

Úr bæj­ar­líf­inu

Jón­as Er­lends­son

Vík í Mýr­dal

Upp­skeru­tími er núna hjá kór­fólki lands­ins þar sem alls kon­ar tón­leik­ar eru í boði. Ný­lega var Karla­kór Ran­gæ­inga með mjög vel heppnaða tón­leika í Leik­skál­um í Vík í Mýr­dal, en stjórn­andi kórs­ins er Ein­ar Þór Guðmunds­son. Sum­ar­dag­inn fyrsta verður Kammerkór Tón­skóla Mýr­dæl­inga með tón­leika í Vík­ur­kirkju, stjórn­andi sem fyrr Al­ex­andra Chernys­hova, og 1. maí kem­ur svo Sin­fon­íu­hljóm­sveit Íslands með tón­leika í íþrótta­hús­inu í Vík, þar sem kammerkór­inn mun syngja með.

Eft­ir ein­stak­lega góðan vet­ur virðist vorið komið, tún eru orðin hvann­g­ræn og all­ur gróður að lifna við. Von­andi hefn­ist það ekki með köldu páska­hreti. Hvað sem því líður er vet­ur­inn alltaf styttri þegar vel viðrar.

...