
Fjármálaráð segir fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar vegna áranna 2026-2030 treysta um of á hagstærðir sem óvenju mikil óvissa ríkir um nú um stundir í fjármálastefnu sinni.
Ríkisstjórnin hefur boðað hraðari afkomubata en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir og hraðari lækkun skuldahlutfalls. Afkomu- og skuldaviðmið eru reiknuð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) og segir ráðið að bætt viðmið eigi að nást í gegnum nefnara þeirra, þar sem gengið er út frá því að hagkerfið muni vaxa að raunvirði.
Í stefnunni er byggt á hagspá Hagstofu Íslands sem spáir meðaltali flestra stærða og að sögn fjármálaráðs er óráðlegt að stefnumörkun miði að því að slík spá gangi nákvæmlega frá ári til árs. Þá ríki óvenju mikil óvissa um hagvöxt.
„Stjórnvöld hafa lítil bein áhrif á hann til skamms
...