Hagtölur Fjármálaráð telur óráðlegt að byggja á spá Hagstofu Íslands.
Hag­töl­ur Fjár­málaráð tel­ur óráðlegt að byggja á spá Hag­stofu Íslands. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Fjár­málaráð seg­ir fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna ár­anna 2026-2030 treysta um of á hag­stærðir sem óvenju mik­il óvissa rík­ir um nú um stund­ir í fjár­mála­stefnu sinni.

Rík­is­stjórn­in hef­ur boðað hraðari af­komu­bata en fyrri áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og hraðari lækk­un skulda­hlut­falls. Af­komu- og skuldaviðmið eru reiknuð sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og seg­ir ráðið að bætt viðmið eigi að nást í gegn­um nefn­ara þeirra, þar sem gengið er út frá því að hag­kerfið muni vaxa að raun­v­irði.

Í stefn­unni er byggt á hagspá Hag­stofu Íslands sem spá­ir meðaltali flestra stærða og að sögn fjár­málaráðs er óráðlegt að stefnu­mörk­un miði að því að slík spá gangi ná­kvæm­lega frá ári til árs. Þá ríki óvenju mik­il óvissa um hag­vöxt.

„Stjórn­völd hafa lít­il bein áhrif á hann til skamms

...