
Mennta- og barnamálaráðuneytið tilkynnti í gær að það hefði farið þess á leit við Tækniskólann að nemendur Kvikmyndaskóla Íslands fengju boð um að innritast í skólann og ljúka námi sínu frá Tækniskólanum.
Stefnt er að því að nemendur Kvikmyndaskólans verði hluti af Tækniakademíu skólans, þar sem nám á fjórða hæfniþrepi fer fram en þar eru fyrir námsbrautirnar stafræn hönnun og vefþróun auk iðnmeistaranáms. Sem kunnugt er hefur Kvikmyndaskólinn verið rekinn með halla lengi og tilkynnti skólinn um gjaldþrotameðferð í lok marsmánaðar.
Forsvarsmenn Kvikmyndaskóla Íslands lýstu í gærkvöldi yfir mikilli óánægju með þessa ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Stjórnsýsla ráðuneytisins er hrein valdníðsla, að þeirra mati.
Hlín Jóhannesdóttir rektor Kvikmyndaskólans ritaði undir
...