Kvikmyndaskólinn Nemendur færist yfir í Tækniskólann eftir gjaldþrot.
Kvik­mynda­skól­inn Nem­end­ur fær­ist yfir í Tækni­skól­ann eft­ir gjaldþrot. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Mennta- og barna­málaráðuneytið til­kynnti í gær að það hefði farið þess á leit við Tækni­skól­ann að nem­end­ur Kvik­mynda­skóla Íslands fengju boð um að inn­rit­ast í skól­ann og ljúka námi sínu frá Tækni­skól­an­um.

Stefnt er að því að nem­end­ur Kvik­mynda­skól­ans verði hluti af Tækniaka­demíu skól­ans, þar sem nám á fjórða hæfniþrepi fer fram en þar eru fyr­ir náms­braut­irn­ar sta­f­ræn hönn­un og vefþróun auk iðnmeist­ara­náms. Sem kunn­ugt er hef­ur Kvik­mynda­skól­inn verið rek­inn með halla lengi og til­kynnti skól­inn um gjaldþrotameðferð í lok mars­mánaðar.

For­svars­menn Kvik­mynda­skóla Íslands lýstu í gær­kvöldi yfir mik­illi óánægju með þessa ákvörðun Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar, mennta- og barna­málaráðherra. Stjórn­sýsla ráðuneyt­is­ins er hrein valdníðsla, að þeirra mati.

Hlín Jó­hann­es­dótt­ir rektor Kvik­mynda­skól­ans ritaði und­ir

...