Þýska­land verður að búa sig and­lega og hernaðarlega und­ir vopnuð átök við Rúss­land í ná­inni framtíð. Rúss­nesk árás á Þýska­land er ekki úti­lokuð og því brýnt að byggja upp her­inn eins hratt og kost­ur er
Varnir Carsten Breuer yfirhershöfðingi segir þjóðina þurfa að sýna áræðni og styrk. Besta leiðin til að koma í veg fyrir stríð sé að vera undirbúinn.
Varn­ir Car­sten Br­eu­er yf­ir­hers­höfðingi seg­ir þjóðina þurfa að sýna áræðni og styrk. Besta leiðin til að koma í veg fyr­ir stríð sé að vera und­ir­bú­inn. — AFP/​John MacDougall

Í brenni­depli

Kristján H. Johann­essen

khj@mbl.is

Þýska­land verður að búa sig and­lega og hernaðarlega und­ir vopnuð átök við Rúss­land í ná­inni framtíð. Rúss­nesk árás á Þýska­land er ekki úti­lokuð og því brýnt að byggja upp her­inn eins hratt og kost­ur er. Her­inn sjálf­ur þarf einnig að átta sig bet­ur á stöðunni og því hlut­verki sem hon­um kann að verða fólgið. Þetta seg­ir Car­sten Br­eu­er, yf­ir­hers­höfðingi og yf­ir­maður þýska hers­ins, en stutt er síðan þingið ákvað að ekk­ert þak yrði sett á út­gjöld tengd varn­ar­mál­um lands­ins.

Yf­ir­hers­höfðing­inn seg­ir vopna­fram­leiðend­ur í Rússlandi hafa stór­aukið fram­leiðslu sína í kjöl­far árás­ar­stríðsins í Úkraínu. Eru þar nú minnst 1.500 orr­ustu­skriðdrek­ar fram­leidd­ir ár­lega og fjór­ar millj­ón­ir skot­færa af ýms­um gerðum. Allt bend­ir til að

...