
Í brennidepli
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þýskaland verður að búa sig andlega og hernaðarlega undir vopnuð átök við Rússland í náinni framtíð. Rússnesk árás á Þýskaland er ekki útilokuð og því brýnt að byggja upp herinn eins hratt og kostur er. Herinn sjálfur þarf einnig að átta sig betur á stöðunni og því hlutverki sem honum kann að verða fólgið. Þetta segir Carsten Breuer, yfirhershöfðingi og yfirmaður þýska hersins, en stutt er síðan þingið ákvað að ekkert þak yrði sett á útgjöld tengd varnarmálum landsins.
Yfirhershöfðinginn segir vopnaframleiðendur í Rússlandi hafa stóraukið framleiðslu sína í kjölfar árásarstríðsins í Úkraínu. Eru þar nú minnst 1.500 orrustuskriðdrekar framleiddir árlega og fjórar milljónir skotfæra af ýmsum gerðum. Allt bendir til að
...