Jóhannes Kristinn Bjarnason bjargaði stigi fyrir KR þegar liðið tók á móti Val í Reykjavíkurslag 2. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á gervigrasvellinum í Laugardal í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 3:3, en Jóhannes Kristinn skoraði…

Barátta Valsarinn Hólmar Örn Eyjólfsson og Vesturbæingurinn Gabríel Hrannar Eyjólfsson eigast við í leik KR og Vals í Laugardalnum í gær.
— Morgunblaðið/Eyþór
Besta deildin
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Jóhannes Kristinn Bjarnason bjargaði stigi fyrir KR þegar liðið tók á móti Val í Reykjavíkurslag 2. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á gervigrasvellinum í Laugardal í gær.
Leiknum lauk með jafntefli, 3:3, en Jóhannes Kristinn skoraði jöfnunarmark Vesturbæinga úr vítaspyrnu þegar átta mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma síðari hálfleiks.
Bæði lið eru án sigurs eftir fyrstu tvær umferðirnar með tvö stig í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar en KR gerði jafntefli gegn KA á Akureyri í fyrstu umferðinni og Valur gerði jafntefli gegn Vestra á Hlíðarenda.
KR komst yfir strax á 12. mínútu en Valsmenn jöfnuðu metin undir lok fyrri
...