Liðsheild Grindvíkingarnir Daniel Mortensen og Jeremy Pargo reisa Bandaríkjamanninn DeAndre Kane á fætur í Smáranum í Kópavogi í gær.
Liðsheild Grind­vík­ing­arn­ir Daniel Morten­sen og Jeremy Pargo reisa Banda­ríkja­mann­inn De­Andre Kane á fæt­ur í Smár­an­um í Kópa­vogi í gær. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

De­Andre Kane átti stór­leik fyr­ir Grinda­vík þegar liðið tryggði sér sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta með end­ur­komu­sigri gegn Íslands­meist­ur­um Vals í fjórða leik liðanna í átta liða úr­slit­um Íslands­móts­ins í Smár­an­um í Kópa­vogi í gær. Grinda­vík vann ein­vígið 3:1 en liðin mætt­ust í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts­ins á síðustu leiktíð þar sem Val­ur hafði bet­ur í odda­leik.

Leikn­um í gær lauk með átta stiga sigri Grinda­vík­ur, 82:74, en Kane skoraði 26 stig, tók ell­efu frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar í leikn­um.

Vals­menn leiddu með tíu stig­um í hálfleik, 47:37, en Grind­vík­ing­um tókst að minnka for­skot Vals­manna í þrjú stig í þriðja leik­hluta, 62:59. Þegar þrjár mín­út­ur voru liðnar af fjórða leik­hluta komst Grinda­vík yfir í fyrsta sinn í leikn­um, 66:65, og þeir létu for­yst­una ekki af hendi eft­ir það.

...