Færeyjar leika á HM kvenna í handbolta í fyrsta skipti í sögunni í lok árs er mótið verður haldið í Þýskalandi og Hollandi. Færeyska liðið tryggði sér sætið á lokamótinu með sigri á Litáen í umspilinu. Færeyjar unnu fyrri leikinn á heimavelli 36:26 og kom 30:29-tap á útivelli í gær því ekki að sök.
Færeyjar voru með á sínu fyrsta stórmóti í lok síðasta árs er liðið tók þátt á EM. Færeyjar töpuðu þá fyrir Sviss og Danmörku og gerðu jafntefli við Króatíu. Ísland hefur einnig tryggt sér sæti á HM eftir tvo sannfærandi sigra á Ísrael á Ásvöllum í síðustu viku.