Fær­eyj­ar leika á HM kvenna í hand­bolta í fyrsta skipti í sög­unni í lok árs er mótið verður haldið í Þýskalandi og Hollandi. Fær­eyska liðið tryggði sér sætið á loka­mót­inu með sigri á Litáen í um­spil­inu. Fær­eyj­ar unnu fyrri leik­inn á heima­velli 36:26 og kom 30:29-tap á úti­velli í gær því ekki að sök.

Fær­eyj­ar voru með á sínu fyrsta stór­móti í lok síðasta árs er liðið tók þátt á EM. Fær­eyj­ar töpuðu þá fyr­ir Sviss og Dan­mörku og gerðu jafn­tefli við Króa­tíu. Ísland hef­ur einnig tryggt sér sæti á HM eft­ir tvo sann­fær­andi sigra á Ísra­el á Ásvöll­um í síðustu viku.