Guðlaug Björns­dótt­ir (Laula) fædd­ist á Dal­vík 8. fe­brú­ar 1939. Hún lést á Dval­ar­heim­il­inu Dal­bæ, Dal­vík, 5. apríl 2025.

For­eldr­ar henn­ar voru Björn Z. Gunn­laugs­son, f. 13.12. 1915, d. 2.8. 2003, og Ingi­björg Valdemars­dótt­ir, f. 6.12. 1918, d. 7.5. 1995. Systkini Laulu eru Erla, f. 1940, Rík­h­arður, f. 1944, og Arna, f. 1957.

Laula gift­ist Hilm­ari Daní­els­syni, f. 16.9. 1937, d. 21.1. 2016, árið 1959.

Börn þeirra hjóna eru Heiða, f. 1959, Björn Ingi, f. 1962, maki Hlín Helga Guðlaugs­dótt­ir, Daní­el Þór, f. 1964, d. 2002, og Hólm­fríður, f. 1966.

Barna­börn Laulu og Hilm­ars eru 11 og barna­barna­börn­in 13.

Laula ólst upp á Dal­vík. Eft­ir gagn­fræðapróf frá Dal­vík­ur­skóla lá leiðin í Hús­mæðraskól­ann í Reykja­vík.

...