
Guðlaug Björnsdóttir (Laula) fæddist á Dalvík 8. febrúar 1939. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, 5. apríl 2025.
Foreldrar hennar voru Björn Z. Gunnlaugsson, f. 13.12. 1915, d. 2.8. 2003, og Ingibjörg Valdemarsdóttir, f. 6.12. 1918, d. 7.5. 1995. Systkini Laulu eru Erla, f. 1940, Ríkharður, f. 1944, og Arna, f. 1957.
Laula giftist Hilmari Daníelssyni, f. 16.9. 1937, d. 21.1. 2016, árið 1959.
Börn þeirra hjóna eru Heiða, f. 1959, Björn Ingi, f. 1962, maki Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Daníel Þór, f. 1964, d. 2002, og Hólmfríður, f. 1966.
Barnabörn Laulu og Hilmars eru 11 og barnabarnabörnin 13.
Laula ólst upp á Dalvík. Eftir gagnfræðapróf frá Dalvíkurskóla lá leiðin í Húsmæðraskólann í Reykjavík.
...