
Markahæst Sunna Björgvinsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Ísland.
— Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí náði sínum besta árangri frá upphafi og tryggði sér 3. sætið í A-riðli 2. deildar á HM í íshokkí sem haldið var í Póllandi. Ísland vann Kínverska Taípei, eða Taívan, á mánudaginn og endaði með 11 stig í sterkum riðli. Spánn vann riðilinn með 13 stig og gestgjafar Póllands höfnuðu í öðru sæti með 12. Í ár vann kvennalandsliðið alla leiki nema einn og meðal annars Spán í fyrsta skipti í sögunni eftir vítakeppni.