Markahæst Sunna Björgvinsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Ísland.
Marka­hæst Sunna Björg­vins­dótt­ir skoraði þrjú mörk fyr­ir Ísland. — Ljós­mynd/Þ​órir Tryggva­son

Íslenska kvenna­landsliðið í ís­hokkí náði sín­um besta ár­angri frá upp­hafi og tryggði sér 3. sætið í A-riðli 2. deild­ar á HM í ís­hokkí sem haldið var í Póllandi. Ísland vann Kín­verska Taípei, eða Taív­an, á mánu­dag­inn og endaði með 11 stig í sterk­um riðli. Spánn vann riðil­inn með 13 stig og gest­gjaf­ar Pól­lands höfnuðu í öðru sæti með 12. Í ár vann kvenna­landsliðið alla leiki nema einn og meðal ann­ars Spán í fyrsta skipti í sög­unni eft­ir víta­keppni.