„Það leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt að byrja þetta tímabil eftir langan og strangan vetur,“ sagði knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið

Kópavogur Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ánægð með að vera komin aftur heim í Breiðablik eftir erfitt tímabil hjá Val á síðasta ári.
— Morgunblaðið/Eggert
Besta deildin
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Það leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt að byrja þetta tímabil eftir langan og strangan vetur,“ sagði knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið.
Berglind, sem er 33 ára gömul, er óðum að ná fyrri kröftum, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn, soninn Þorvald Atla, í desember árið 2023 er hún var á mála hjá París SG í Frakklandi og leikið með Val á síðasta tímabili.
„Staðan á mér er fín. Undirbúningstímabilið gekk mjög vel. Nik [Chamberlain þjálfari], sjúkraþjálfarinn og styrktarþjálfarinn pössuðu allir mjög vel upp á mig og vildu ekki að ég færi of geyst af
...