„Það leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt að byrja þetta tíma­bil eft­ir lang­an og strang­an vet­ur,“ sagði knatt­spyrnu­kon­an Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir, sókn­ar­maður Íslands­meist­ara Breiðabliks, í sam­tali við Morg­un­blaðið
Kópavogur Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ánægð með að vera komin aftur heim í Breiðablik eftir erfitt tímabil hjá Val á síðasta ári.
Kópa­vog­ur Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir er ánægð með að vera kom­in aft­ur heim í Breiðablik eft­ir erfitt tíma­bil hjá Val á síðasta ári. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Besta deild­in

Gunn­ar Eg­ill Daní­els­son

gunnareg­ill@mbl.is

„Það leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt að byrja þetta tíma­bil eft­ir lang­an og strang­an vet­ur,“ sagði knatt­spyrnu­kon­an Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir, sókn­ar­maður Íslands­meist­ara Breiðabliks, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Berg­lind, sem er 33 ára göm­ul, er óðum að ná fyrri kröft­um, eft­ir að hafa eign­ast sitt fyrsta barn, son­inn Þor­vald Atla, í des­em­ber árið 2023 er hún var á mála hjá Par­ís SG í Frakklandi og leikið með Val á síðasta tíma­bili.

„Staðan á mér er fín. Und­ir­bún­ings­tíma­bilið gekk mjög vel. Nik [Cham­berlain þjálf­ari], sjúkraþjálf­ar­inn og styrkt­arþjálf­ar­inn pössuðu all­ir mjög vel upp á mig og vildu ekki að ég færi of geyst af

...