
Guðm. Jónas Kristjánsson
Það er með ólíkindum af hve mikilli léttúð þingmenn upp til hópa virðast umgangast stjórnarskrá Íslands, þrátt fyrir að hafa svarið þess eið að virða hana. Þess vegna hafa margir kallað eftir sérstökum stjórnlagadómstól.
Umdeild aðild að EES
Árið 1993, þegar Ísland illu heilli gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, urðu miklar deilur um hvort sá samningur bryti í bága við stjórnarskrána, og var jafnvel um það deilt á meðal bestu lögfróðra manna. Síðan eru liðnir áratugir með sífelldum breytingum á þessum EES-samningi, breytingum sem eiga það sameiginlegt að æ lengra er gengið í skerðingu á fullveldinu.
Steininn tekur þó alveg úr með hinu umdeilda frumvarpi um bókun 35 frá ESB. Þar er skýrt tekið fram að afhenda skuli íslenska dómsvaldið
...