Því leng­ur sem ástandið var­ir, því al­var­legri verða sál­ræn­ar af­leiðing­ar einelt­is. Þess vegna er nauðsyn­legt að það sé strax tekið á mál­um af festu.
Þorleifur Einar Pétursson
Þor­leif­ur Ein­ar Pét­urs­son

Þor­leif­ur Ein­ar Pét­urs­son

Þann 17. mars sl. birt­ist grein eft­ir und­ir­ritaðan í Morg­un­blaðinu sem einnig fjallaði um einelti. Mark­mið mitt með þess­um skrif­um er að brýna stjórn­völd, fagaðila, for­eldra og aðra sem á ein­hvern hátt koma að einelt­is­mál­um til að gera bet­ur í mála­flokkn­um. Það er sorg­legt að sjá sí­end­ur­tekn­ar frá­sagn­ir af einelti í fjöl­miðlum sem eiga það sam­eig­in­legt að þeir sem áttu að taka á mál­um og stöðva eineltið virðast hafa brugðist skyld­um sín­um og þoland­inn sit­ur uppi með al­var­leg­ar af­leiðing­ar. Hér ætla ég að beina at­hygli fólks að af­leiðing­um einelt­is, sér­stak­lega þeim sem ekki eru sýni­leg­ar út á við en eru ekki síður al­var­leg­ar.

Sum­ar af­leiðing­ar einelt­is blasa auðveld­lega við okk­ur í því formi sem augað sér. Dæmi um slíkt geta verið rif­in föt eft­ir skóla­dag eða misal­var­leg­ir lík­ams­áverk­ar svo sem glóðar­augu, mar­blett­ir og

...