
Þorleifur Einar Pétursson
Þann 17. mars sl. birtist grein eftir undirritaðan í Morgunblaðinu sem einnig fjallaði um einelti. Markmið mitt með þessum skrifum er að brýna stjórnvöld, fagaðila, foreldra og aðra sem á einhvern hátt koma að eineltismálum til að gera betur í málaflokknum. Það er sorglegt að sjá síendurteknar frásagnir af einelti í fjölmiðlum sem eiga það sameiginlegt að þeir sem áttu að taka á málum og stöðva eineltið virðast hafa brugðist skyldum sínum og þolandinn situr uppi með alvarlegar afleiðingar. Hér ætla ég að beina athygli fólks að afleiðingum eineltis, sérstaklega þeim sem ekki eru sýnilegar út á við en eru ekki síður alvarlegar.
Sumar afleiðingar eineltis blasa auðveldlega við okkur í því formi sem augað sér. Dæmi um slíkt geta verið rifin föt eftir skóladag eða misalvarlegir líkamsáverkar svo sem glóðaraugu, marblettir og
...