Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins Kamba byggingarvara ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota 2. apríl síðastliðinn, óskar eftir tilboðum í allar eignir búsins og rekstur sem það hafði með höndum

Þrot Skiptastjóri Kamba, sem nýlega var úrskurðað gjaldþrota, óskar eftir áhugasömum aðilum til að gera tilboð í rekstur og eignir félagsins.
Arinbjörn Rögnvaldsson
arir@mbl.is
Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins Kamba byggingarvara ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota 2. apríl síðastliðinn, óskar eftir tilboðum í allar eignir búsins og rekstur sem það hafði með höndum.
Eigandi Kamba var athafnamaðurinn Karl Wernersson, iðulega kenndur við Milestone.
Áhugasamir aðilar geta gert óskuldbindandi tilboð í allar eignir og rekstur þrotabúsins fyrir klukkan 16 hinn 24. apríl næstkomandi. Skiptastjóri hefur ráðið ARMA Advisory til að veita ráðgjöf við sölu á eignum og rekstri félagsins.
Einn stærsti framleiðandi landsins
Morgunblaðið greindi frá í byrjun apríl að félagið stefndi í gjaldþrot
...