
Guðmundur Ármann Pétursson
Það er fátt dýrmætara en að sjá einstakling vaxa, læra og þroskast – fá tækifæri til að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir sem sóttu málþingið Hvað um okkur?, sem haldið var 11. apríl síðastliðinn af einstaklingum með þroskahömlun í diplómanámi við Háskóla Íslands, í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, fengu tækifæri til að hlusta á einstaklinga sem höfðu fengið tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér.
Þetta var ekki bara málþing. Þetta voru tímamót, það voru einstaklingar með þroskahömlun sem skipulögðu, stjórnuðu og leiddu umræðuna. Spurðu spurninga, sögðu sögur, deildu innsýn – og létu rödd sína heyrast. Við hin fengum að vera í aftursætinu og hlusta og það var mikið að hlusta á.
Salurinn var yfirfullur. Stemningin góð. Framsögurnar
...