
Jón Már Ólason fæddist í Reykjavík 6. október 1948. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 5. apríl 2025.
Foreldrar Jóns Más voru Óli Björgvin Jónsson, f. 1918, d. 2005, og Guðný Guðbergsdóttir, f. 1922, d. 1990. Systkini Jóns Más eru Hólmfríður María, f. 1946, eiginmaður hennar er Guðmundur Hallvarðsson, og Jens Valur, f. 1958, eiginkona hans er Ólöf Hjartardóttir.
Jón Már giftist Björgu Sigurðardóttur 31. desember 1970. Þau skildu árið 1996. Björg lést 14. janúar 2015. Börn Jóns og Bjargar eru: 1) Sigurður Örn, f. 1973, eiginkona hans er Anna Jónsdóttir. Sonur Sigurðar er Bragi Þór, f. 1995, eiginkona hans er Hrafnhildur Fannarsdóttir. Börn Braga og Hrafnhildar eru Dagmar Ósk, f. 2020, og Elmar Örn, f. 2025. Börn Sigurðar og Önnu eru Katrín, f. 2003, og Jón Arnar, f. 2007. 2) Óli Björgvin, f. 1976, eiginkona hans er Sigríður
...