Stjórn­völd áforma að 45% nýrra íbúða í Reykja­vík fari í niður­greidd hús­næðisúr­ræði utan al­menns markaðar á næstu árum. Viðskiptaráð hef­ur gefið út út­tekt á stefn­unni og seg­ir þar meðal ann­ars að stefn­an feli í sér ógagn­sæja meðgjöf til…
Húsnæði Í úttekt Viðskiptaráðs um húsnæðisstefnu kemur fram að af þeim 20% á húsnæðismarkaði sem leigja vilja einungis 8% vera á leigumarkaði.
Hús­næði Í út­tekt Viðskiptaráðs um hús­næðis­stefnu kem­ur fram að af þeim 20% á hús­næðismarkaði sem leigja vilja ein­ung­is 8% vera á leigu­markaði. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Magda­lena Anna Torfa­dótt­ir

magda­lena@mbl.is

Stjórn­völd áforma að 45% nýrra íbúða í Reykja­vík fari í niður­greidd hús­næðisúr­ræði utan al­menns markaðar á næstu árum. Viðskiptaráð hef­ur gefið út út­tekt á stefn­unni og seg­ir þar meðal ann­ars að stefn­an feli í sér ógagn­sæja meðgjöf til hús­næðis­fé­laga á veg­um þriðja aðila, áhættu­töku fyr­ir rík­is­sjóð og fram­boð á skjön við þarf­ir íbúa. Ný stefna sé tíma­bær með jafn­ræði og ráðdeild að leiðarljósi.

Ráðið bend­ir á að á næstu árum muni helm­ing­ur nýrra íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu rísa í Reykja­vík. Vegna hús­næðis­stefnu stjórn­valda muni stór hluti þess­ara íbúða ekki koma inn á al­menn­an markað.

„Af íbúðum sem fyr­ir­hugað er að reist­ar verði í Reykja­vík næstu tíu árin fara ein­ung­is 55% inn á al­menn­an hús­næðismarkað (mynd 1). Hin 45% fara

...