Jarðvarmi Kristín Vala er tæknistjóri Baseload Capital á Íslandi.
Jarðvarmi Krist­ín Vala er tækn­i­stjóri Baseload Capital á Íslandi. — Mynd: Aðsend

Banda­ríski tækn­iris­inn Google hef­ur skrifað und­ir sögu­leg­an orku­sölu­samn­ing við sænska fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Baseload Capital um nýt­ingu jarðhita í Taív­an – fyrsta samn­ing sinn­ar teg­und­ar sem Google ger­ir í land­inu. Um leið hef­ur Google fjár­fest í Base­load Capital, sem er móður­fé­lag ís­lenska jarðhita­fyr­ir­tæk­is­ins Baseload Power Ice­land.

Sam­starfið miðar að fram­leiðslu á 10 mega­vött­um af end­ur­nýj­an­legri orku fyr­ir gagna­ver og starf­semi Google í Taív­an og er mark­miðið að hefja rekst­ur árið 2029. Um leið tvö­fald­ast jarðhitafram­leiðsla í land­inu.

Baseload Power Ice­land hef­ur starfað hér á landi frá 2018 og sér­hæf­ir sig í nýt­ingu lág- og meðal­hita á svæðum sem hingað til hafa verið vannýtt. Fé­lagið hef­ur byggt upp verðmæta þekk­ingu og tækni á sviði jarðhita, sem nú nýt­ist í alþjóðleg­um verk­efn­um. Með auk­inni eft­ir­spurn eft­ir kol­efn­is­hlut­lausri grunn­orku eru lausn­ir af þessu tagi orðnar lyk­il­atriði í orku­skipt­um stór­fyr­ir­tækja á heimsvísu.

...