
Markvörður Patrekur Guðni Þorbergsson samdi við Þórsara.
— Ljósmynd/Þór
Handknattleiksmarkvörðurinn Patrekur Guðni Þorbergsson er genginn til liðs við Þór Akureyri. Patrekur kemur til Þórs frá HK en hann var aðalmarkvörður varaliðs félagsins í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Þá lék hann nokkra leiki fyrir aðalliðið í úrvalsdeildinni.
Þórsarar höfnuðu í efsta sæti 1. deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili með 28 stig, stigi meira en Selfoss, og leika því í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.