Markvörður Patrekur Guðni Þorbergsson samdi við Þórsara.
Markvörður Pat­rek­ur Guðni Þor­bergs­son samdi við Þórsara. — Ljós­mynd/Þ​ór

Hand­knatt­leiks­markvörður­inn Pat­rek­ur Guðni Þor­bergs­son er geng­inn til liðs við Þór Ak­ur­eyri. Pat­rek­ur kem­ur til Þórs frá HK en hann var aðal­markvörður varaliðs fé­lags­ins í 1. deild­inni á síðustu leiktíð. Þá lék hann nokkra leiki fyr­ir aðalliðið í úr­vals­deild­inni.

Þórsar­ar höfnuðu í efsta sæti 1. deild­ar­inn­ar á nýliðnu keppn­is­tíma­bili með 28 stig, stigi meira en Sel­foss, og leika því í úr­vals­deild­inni á næstu leiktíð.