
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld á tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Stjarnan mætast í Kópavogi og Þróttur úr Reykjavík og Fram mætast í Laugardalnum.
Annað kvöld munu síðan Tindastóll og FHL mætast á Sauðárkróki, Víkingur úr Reykjavík og Þór/KA á Víkingsvelli og bikarmeistarar Vals og FH á Hlíðarenda.
Mikil eftirvænting er hvert ár fyrir Bestu deildinni en Breiðablik og Valur hafa eignað sér Íslandsmeistaratitilinn síðan 2017, eða þegar Þór/KA varð meistari.
Liðin hafa oftast verið tvö efst og svolítið á undan næstu liðum en þó sérstaklega í fyrra. Þá vann Breiðablik deildina með 61 stigi, einu stigi á undan Val. Nýliðar Víkings enduðu síðan
...