Besta deild kvenna í knatt­spyrnu hefst í kvöld á tveim­ur leikj­um. Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks og Stjarn­an mæt­ast í Kópa­vogi og Þrótt­ur úr Reykja­vík og Fram mæt­ast í Laug­ar­daln­um. Annað kvöld munu síðan Tinda­stóll og FHL mæt­ast á Sauðár­króki,…

Jök­ull Þorkels­son

jokull@mbl.is

Besta deild kvenna í knatt­spyrnu hefst í kvöld á tveim­ur leikj­um. Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks og Stjarn­an mæt­ast í Kópa­vogi og Þrótt­ur úr Reykja­vík og Fram mæt­ast í Laug­ar­daln­um.

Annað kvöld munu síðan Tinda­stóll og FHL mæt­ast á Sauðár­króki, Vík­ing­ur úr Reykja­vík og Þór/​KA á Vík­ings­velli og bikar­meist­ar­ar Vals og FH á Hlíðar­enda.

Mik­il eft­ir­vænt­ing er hvert ár fyr­ir Bestu deild­inni en Breiðablik og Val­ur hafa eignað sér Íslands­meist­ara­titil­inn síðan 2017, eða þegar Þór/​KA varð meist­ari.

Liðin hafa oft­ast verið tvö efst og svo­lítið á und­an næstu liðum en þó sér­stak­lega í fyrra. Þá vann Breiðablik deild­ina með 61 stigi, einu stigi á und­an Val. Nýliðar Vík­ings enduðu síðan

...