Ragnar Þór Ingólfsson
Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son

Með und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar ASÍ, BSRB og Reykja­vík­ur­borg­ar um upp­bygg­ingu í Úlfárs­dal og víðar er blað brotið í stefnu borg­ar­inn­ar í hús­næðismál­um. Einnig er afar far­sælu sam­starfi Reykja­vík­ur­borg­ar og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar gert hærra und­ir höfði en áður. Þótt vilja­yf­ir­lýs­ing ein og sér leysi ekki vand­ann þá er mik­il­vægt að hafa í huga að ein­hvers staðar þarf að byrja til að tak­ast á við hinn mikla skort á hag­kvæmu hús­næði til kaups eða leigu, og koma þannig til móts við þúsund­ir fjöl­skyldna sem bíða á biðlist­um eft­ir að kom­ast í ör­uggt húsa­skjól hjá óhagnaðardrifn­um fé­lög­um.

Það er skilj­an­legt að fólk kippi sér lítið upp við að kjörn­ir full­trú­ar skrifi und­ir yf­ir­lýs­ing­ar eða samn­inga um upp­bygg­ingu þar sem þær hafa sjaldn­ast haldið vatni þegar upp er staðið. En vilja­yf­ir­lýs­ing­in nú er merki­legt plagg og merki­legra en flest af því sem veifað hef­ur verið fram­an í al­menn­ing síðustu

...

Höf­und­ur: Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son