
Með undirritun viljayfirlýsingar ASÍ, BSRB og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Úlfársdal og víðar er blað brotið í stefnu borgarinnar í húsnæðismálum. Einnig er afar farsælu samstarfi Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar gert hærra undir höfði en áður. Þótt viljayfirlýsing ein og sér leysi ekki vandann þá er mikilvægt að hafa í huga að einhvers staðar þarf að byrja til að takast á við hinn mikla skort á hagkvæmu húsnæði til kaups eða leigu, og koma þannig til móts við þúsundir fjölskyldna sem bíða á biðlistum eftir að komast í öruggt húsaskjól hjá óhagnaðardrifnum félögum.
Það er skiljanlegt að fólk kippi sér lítið upp við að kjörnir fulltrúar skrifi undir yfirlýsingar eða samninga um uppbyggingu þar sem þær hafa sjaldnast haldið vatni þegar upp er staðið. En viljayfirlýsingin nú er merkilegt plagg og merkilegra en flest af því sem veifað hefur verið framan í almenning síðustu
...