Hættur Körfuboltaþjálfarinn Daníel Andri Halldórsson hefur náð frábærum árangri með Þórsliðið en rær nú á önnur mið eftir fjögur ár á Akureyri.
Hætt­ur Körfu­boltaþjálf­ar­inn Daní­el Andri Hall­dórs­son hef­ur náð frá­bær­um ár­angri með Þórsliðið en rær nú á önn­ur mið eft­ir fjög­ur ár á Ak­ur­eyri. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Daní­el Andri Hall­dórs­son kem­ur sterk­lega til greina sem næsti þjálf­ari kvennaliðs Kefla­vík­ur í körfu­bolta. Þetta herma heim­ild­ir mbl.is og Morg­un­blaðsins en Daní­el lét af störf­um sem þjálf­ari kvennaliðs Þórs á mánu­dag­inn. Hann er 29 ára gam­all.

Þórsar­ar féllu úr leik í átta liða úr­slit­um Íslands­móts­ins á mánu­dag­inn eft­ir tap gegn Val í fjórða leik liðanna, 3:1, á Hlíðar­enda og til­kynnti körfuknatt­leiks­deild Þórs svo strax í leiks­lok að Daní­el væri hætt­ur með liðið.

Und­ir stjórn Daní­els hafnaði Þórsliðið í þriðja sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar í ár. Hann kom liðinu upp í efstu deild fyr­ir tveim­ur árum síðan, í úr­slita­leik bik­ar­keppn­inn­ar á síðustu leiktíð, og þá varð liðið Meist­ari meist­ar­anna síðasta haust.

Sig­urður Ingi­mund­ar­son og Jón Hall­dór Eðvalds­son munu

...