
Daníel Andri Halldórsson kemur sterklega til greina sem næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins en Daníel lét af störfum sem þjálfari kvennaliðs Þórs á mánudaginn. Hann er 29 ára gamall.
Þórsarar féllu úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á mánudaginn eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna, 3:1, á Hlíðarenda og tilkynnti körfuknattleiksdeild Þórs svo strax í leikslok að Daníel væri hættur með liðið.
Undir stjórn Daníels hafnaði Þórsliðið í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar í ár. Hann kom liðinu upp í efstu deild fyrir tveimur árum síðan, í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðustu leiktíð, og þá varð liðið Meistari meistaranna síðasta haust.
Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson munu
...