Kristjana Sig­munds­dótt­ir fædd­ist í Reykja­vík 28. júlí 1956. Hún lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans eft­ir snögg veik­indi 29. mars 2025.

For­eldr­ar henn­ar eru Bryn­dís Magnús­dótt­ir Zoëga og Sig­mund­ur Indriði Júlí­us­son, bæði fædd árið 1934. Systkini henn­ar eru Júlí­us Helgi, f. 1954, Jó­hanna Árný, f. 1960, og María, f. 1969.

Kristjana ólst upp í Reykja­vík og árið 1973 kynnt­ist hún þar lífs­föru­naut sín­um, Hjálm­ari Steini Páls­syni, f. 9. nóv­em­ber 1952. Þau gengu í hjóna­band ári síðar, 1974. Börn þeirra eru:

1) Páll, f. 1974 gift­ur Lilli­an Jac­ob­sen, f. 1977. Börn þeirra eru Sindri Frans, f. 1996, Júlía Diljá, f. 1997, Em­il­ía Katrín, f. 2005, og Hrefna María f. 2010. 2) Bryn­dís Erla, f. 1977, gift Ástþóri Helga­syni. Syn­ir þeirra eru Þór, f. 2006, og Hug­inn, f. 2008. 3) Ármann Helgi, f. 1990, gift­ur

...