Sig­ur­björg Unn­ur Jó­hann­es­dótt­ir fædd­ist á heim­ili for­eldra sinna í Reykja­vík 2. des­em­ber 1929. Hún lést á Land­spít­al­an­um Foss­vogi 8. apríl 2025.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Jó­hann­es Ásgeirs­son verkamaður, f. 1891, d. 1967, og Þor­björg Friðjóns­dótt­ir hús­móðir, f. 1902, d. 1962.

Systkini Unn­ar eru Kristján Trausti sem fædd­ist árið 1927 og lést á öðru ald­ursári, Guðrún Sig­ríður, f. 1932, og Sól­ey, f. 1937.

Unn­ur gift­ist 5. júlí 1952 Vali Jó­hanns­syni prent­ara, f. 11. júní 1918, d. 3. nóv­em­ber 1984. Þeirra börn eru: 1) Trausti, f. 1949, fyrr­ver­andi maki Guðrún Birta Há­kon­ar­dótt­ir, f. 1954. Börn þeirra eru Andri, f. 1982, og Tinna, f. 1984. 2) Erla, f. 1952, maki Jó­hann Guðmunds­son, f. 1948. Börn þeirra eru Orri Val­ur, f. 1982, Unn­ur Ýr, f. 1984, og Daði, f. 1986. 3) Árni Jó­hann­es, f. 1954,

...