Viðurkenning Listamaðurinn ásamt bæjarstjóranum í Hafnarfirði.
Viður­kenn­ing Listamaður­inn ásamt bæj­ar­stjór­an­um í Hafnar­f­irði. — Ljós­mynd/​Hafn­ar­fjarðarbær

Arng­unn­ur Ýr Gylfa­dótt­ir mynd­list­ar­kona er bæj­arlistamaður Hafn­ar­fjarðar árið 2025.

Arng­unn­ur Ýr er sögð hafa skapað sér gæfu­rík­an fer­il til ára­tuga. Verk henn­ar hafa vakið at­hygli og hún haldið einka- og sam­sýn­ing­ar hér heima, í Banda­ríkj­un­um og á meg­in­landi Evr­ópu. Hefð hef­ur skap­ast fyr­ir því að halda síðasta vetr­ar­dag hátíðleg­an í Hafnar­f­irði með vali á bæj­arlista­manni árs­ins.

„Ég er svo sann­ar­lega stolt. Virki­lega heiðruð, glöð og þakk­lát. Ég vil gefa af mér og finnst frá­bært að fá til baka,“ seg­ir Arng­unn­ur Ýr í til­kynn­ingu frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

„Ég hef þurft á mynd­list að halda al­veg síðan ég var eins árs segja for­eldr­ar mín­ir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterk­asti kraft­ur­inn í mér er þessi þörf fyr­ir að tjá það sem ég upp­lifi. Þá er það

...