Kven­fé­lagið Hring­ur­inn af­henti Barna­spítala Hrings­ins veg­lega gjöf í gær, 120 millj­ón­ir króna, við hátíðlega at­höfn í Hringsal spít­al­ans. Dögg Hauks­dótt­ir, for­stöðumaður kvenna- og barnaþjón­ustu á Barna­spítala Hrings­ins, tók við gjöf­inni en viðstödd at­höfn­ina voru m.a
Afmælisgjöfin Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu á Barnaspítala Hringsins, tekur við afmælisgjöfinni frá Önnu Björk Eðvarðsdóttur, formanni kvenfélagsins Hringsins, í Hringsal spítalans í gær.
Af­mæl­is­gjöf­in Dögg Hauks­dótt­ir, for­stöðumaður kvenna- og barnaþjón­ustu á Barna­spítala Hrings­ins, tek­ur við af­mæl­is­gjöf­inni frá Önnu Björk Eðvarðsdótt­ur, for­manni kven­fé­lags­ins Hrings­ins, í Hringsal spít­al­ans í gær. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Dóra Ósk Hall­dórs­dótt­ir

doraosk@mbl.is

Kven­fé­lagið Hring­ur­inn af­henti Barna­spítala Hrings­ins veg­lega gjöf í gær, 120 millj­ón­ir króna, við hátíðlega at­höfn í Hringsal spít­al­ans. Dögg Hauks­dótt­ir, for­stöðumaður kvenna- og barnaþjón­ustu á Barna­spítala Hrings­ins, tók við gjöf­inni en viðstödd at­höfn­ina voru m.a. Alma Möller heil­brigðisráðherra og Run­ólf­ur Páls­son for­stjóri Land­spít­ala ásamt Hrings­kon­um og starfs­fólki spít­al­ans.

Stór­gjaf­ir á stóraf­mæl­um

„Það hef­ur verið hefð hjá okk­ur að gefa veg­lega gjöf til Barna­spítala Hrings­ins þegar við eig­um stóraf­mæli og á 110 ára af­mæl­inu gáf­um við spít­al­an­um 110 millj­ón­ir svo það lá beint við að gefa þeim 120 millj­ón­ir núna,“ seg­ir Anna Björk Eðvarðsdótt­ir, formaður kven­fé­lags­ins Hrings­ins, en fé­lagið varð 120 ára á síðasta

...