
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Kvenfélagið Hringurinn afhenti Barnaspítala Hringsins veglega gjöf í gær, 120 milljónir króna, við hátíðlega athöfn í Hringsal spítalans. Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu á Barnaspítala Hringsins, tók við gjöfinni en viðstödd athöfnina voru m.a. Alma Möller heilbrigðisráðherra og Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala ásamt Hringskonum og starfsfólki spítalans.
Stórgjafir á stórafmælum
„Það hefur verið hefð hjá okkur að gefa veglega gjöf til Barnaspítala Hringsins þegar við eigum stórafmæli og á 110 ára afmælinu gáfum við spítalanum 110 milljónir svo það lá beint við að gefa þeim 120 milljónir núna,“ segir Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins, en félagið varð 120 ára á síðasta
...