Kópa­vogs­bæ er skylt að skipu­leggja nú þegar um 200 lóðir fyr­ir íbúðabyggð í landi Vatns­enda og jafn­framt að ráðast í gatna­gerð vegna þeirra, en enn er óljóst hvernig staðið verður að skipu­lagi vegna 100 lóða til viðbót­ar, en þar stend­ur seink­un á aflétt­ingu vatns­vernd­ar í vegi fyr­ir verk­efn­inu
Vatnsendi Jörðin Vatnsendi er við Elliðavatn, en verið er að skipuleggja nýtt byggingarland í landi jarðarinnar.
Vatns­endi Jörðin Vatns­endi er við Elliðavatn, en verið er að skipu­leggja nýtt bygg­ing­ar­land í landi jarðar­inn­ar. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Kópa­vogs­bæ er skylt að skipu­leggja nú þegar um 200 lóðir fyr­ir íbúðabyggð í landi Vatns­enda og jafn­framt að ráðast í gatna­gerð vegna þeirra, en enn er óljóst hvernig staðið verður að skipu­lagi vegna 100 lóða til viðbót­ar, en þar stend­ur seink­un á aflétt­ingu vatns­vernd­ar í vegi fyr­ir verk­efn­inu. Svæðið sem hér er um að ræða
er við suðaust­an­vert Elliðavatn. Áætlað sölu­verð lóðanna 200 hleyp­ur á millj­örðum króna sé litið til ný­legra lóðaút­boða í Kópa­vogi og Garðabæ.

Vatns­enda­jörðin er í eign­ar­ráðum Magnús­ar Pét­urs Hjaltested, son­ar Þor­steins heit­ins Hjaltested, sem
tók jörðina í arf sam­kvæmt erfðaskrá sem hvíl­ir sem ævar­andi kvöð á jörðinni. Á umliðnum árum hef­ur verið tek­ist á um eign­ar­hald á jörðinni, en dóm­stól­ar hafa kveðið end­an­lega upp úr með það að erfðaskrá­in sé í fullu gildi

...