
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Kópavogsbæ er skylt að skipuleggja nú þegar um 200 lóðir fyrir íbúðabyggð í landi Vatnsenda og jafnframt að ráðast í gatnagerð vegna þeirra, en enn er óljóst hvernig staðið verður að skipulagi vegna 100 lóða til viðbótar, en þar stendur seinkun á afléttingu vatnsverndar í vegi fyrir verkefninu. Svæðið sem hér er um að ræða
er við suðaustanvert Elliðavatn. Áætlað söluverð lóðanna 200 hleypur á milljörðum króna sé litið til nýlegra lóðaútboða í Kópavogi og Garðabæ.
Vatnsendajörðin er í eignarráðum Magnúsar Péturs Hjaltested, sonar Þorsteins heitins Hjaltested, sem
tók jörðina í arf samkvæmt erfðaskrá sem hvílir sem ævarandi kvöð á jörðinni. Á umliðnum árum hefur verið tekist á um eignarhald á jörðinni, en dómstólar hafa kveðið endanlega upp úr með það að erfðaskráin sé í fullu gildi