Ind­versk­ar ör­ygg­is­sveit­ir leituðu í gær ákaft að byssu­mönn­um sem réðust á ferðamenn í Kasmír­héraði í fyrra­dag og felldu þar 26 manns. Er þetta mann­skæðasta árás á óbreytta borg­ara sem fram­in hef­ur verið í héraðinu í um ald­ar­fjórðung
Kasmír Indverskar öryggissveitir rannsaka hér vettvang árásarinnar, þar sem 26 ferðamenn voru myrtir á vinsælum ferðamannastað í fyrradag.
Kasmír Ind­versk­ar ör­ygg­is­sveit­ir rann­saka hér vett­vang árás­ar­inn­ar, þar sem 26 ferðamenn voru myrt­ir á vin­sæl­um ferðamannastað í fyrra­dag. — AFP/​Tauseef Mu­stafa

Stefán Gunn­ar Sveins­son

sgs@mbl.is

Ind­versk­ar ör­ygg­is­sveit­ir leituðu í gær ákaft að byssu­mönn­um sem réðust á ferðamenn í Kasmír­héraði í fyrra­dag og felldu þar 26 manns. Er þetta mann­skæðasta árás á óbreytta borg­ara sem fram­in hef­ur verið í héraðinu í um ald­ar­fjórðung.

For­sæt­is­ráðherra Ind­lands, Nar­endra Modi, fundaði í gær með rík­is­stjórn sinni og helstu yf­ir­mönn­um hers, lög­reglu og leyniþjón­ustu vegna árás­ar­inn­ar. Modi var í op­in­berri heim­sókn í Sádi-Ar­ab­íu þegar árás­in var gerð, og sneri hann þegar í stað heim. For­dæmdi hann árás­ina og hét því að hinum seku yrði refsað fyr­ir ódæðis­verkið.

Öll fórn­ar­lömb­in voru ind­versk­ir rík­is­borg­ar­ar fyr­ir utan einn sem kom frá Nepal. Árás­in átti sér stað á vin­sæl­um ferðamannastað í Pahal­gam-daln­um, en tugþúsund­ir ferðamanna heim­sækja hann

...