
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Indverskar öryggissveitir leituðu í gær ákaft að byssumönnum sem réðust á ferðamenn í Kasmírhéraði í fyrradag og felldu þar 26 manns. Er þetta mannskæðasta árás á óbreytta borgara sem framin hefur verið í héraðinu í um aldarfjórðung.
Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, fundaði í gær með ríkisstjórn sinni og helstu yfirmönnum hers, lögreglu og leyniþjónustu vegna árásarinnar. Modi var í opinberri heimsókn í Sádi-Arabíu þegar árásin var gerð, og sneri hann þegar í stað heim. Fordæmdi hann árásina og hét því að hinum seku yrði refsað fyrir ódæðisverkið.
Öll fórnarlömbin voru indverskir ríkisborgarar fyrir utan einn sem kom frá Nepal. Árásin átti sér stað á vinsælum ferðamannastað í Pahalgam-dalnum, en tugþúsundir ferðamanna heimsækja hann
...