
Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Úkraínu hættu í gær við fyrirhugaðan fund með Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Lundúnum, en þar átti að ræða friðartillögur Bandaríkjastjórnar í Úkraínustríðinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að Úkraínumenn viðurkenni lögformlega yfirráð Rússa á Krímskaga, þrátt fyrir að það gangi gegn stjórnarskrá landsins.
Rubio og Steve Witkoff, erindreki Trumps Bandaríkjaforseta, hættu við að ferðast til Lundúna eftir að Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði að Úkraínumenn gætu aldrei viðurkennt yfirráð Rússa yfir Krím. Hættu þá hinir utanríkisráðherrarnir einnig við þátttöku sína, en utanríkisráðherra Úkraínu, Andrí Síbíha, fór engu að síður til Lundúna til að ræða við breska kollega sinn, David Lammy.
Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, sagði í gær að Bandaríkin hefðu nú lagt fram tillögur sínar og að þau myndu stíga frá viðræðunum ef Rússar og Úkraínumenn samþykktu þær ekki. Sagði hann að
...