Kænugarður Selenskí ræddi stöðu mála við blaðamenn í fyrrakvöld.
Kænug­arður Selenskí ræddi stöðu mála við blaðamenn í fyrra­kvöld. — AFP/​Tetiana Dzhafarova

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Bret­lands, Frakk­lands, Þýska­lands og Úkraínu hættu í gær við fyr­ir­hugaðan fund með Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í Lund­ún­um, en þar átti að ræða friðar­til­lög­ur Banda­ríkja­stjórn­ar í Úkraínu­stríðinu. Til­lög­urn­ar fela meðal ann­ars í sér að Úkraínu­menn viður­kenni lög­form­lega yf­ir­ráð Rússa á Krímskaga, þrátt fyr­ir að það gangi gegn stjórn­ar­skrá lands­ins.

Ru­bio og Steve Wit­koff, er­ind­reki Trumps Banda­ríkja­for­seta, hættu við að ferðast til Lund­úna eft­ir að Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagði að Úkraínu­menn gætu aldrei viður­kennt yf­ir­ráð Rússa yfir Krím. Hættu þá hinir ut­an­rík­is­ráðherr­arn­ir einnig við þátt­töku sína, en ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Andrí Síbíha, fór engu að síður til Lund­úna til að ræða við breska koll­ega sinn, Dav­id Lammy.

Vara­for­seti Banda­ríkj­anna, J.D. Vance, sagði í gær að Banda­rík­in hefðu nú lagt fram til­lög­ur sín­ar og að þau myndu stíga frá viðræðunum ef Rúss­ar og Úkraínu­menn samþykktu þær ekki. Sagði hann að

...