
Sjöfn Þórðardóttir
sjofn@mbl.is
Markmiðið er að hver og ein nái að vera besta útkoman af sjálfri sér og nái þessari útgeislun og ljóma. Báðar eiga þær erfitt ár að baki og vita hversu mikilvægt það er að huga að líkama og sál til að auka orku og útgeislun sína.
Nýtt heilsusetur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi
Maríanna er eigandi UMI studio sem er nýtt heilsusetur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi þar sem útsýnið fangar augað. Þar eru í boði hreyfitímar eins og pilates, jóga, bandvefslosun og styrkur svo fátt sé nefnt en þar er einnig snyrti- og nuddstofa. Maríanna átti og rak Snyrtistofu Reykjavíkur um langt skeið en þegar hún ákvað að flytja á Seltjarnarnesið breytti hún um stefnu og bætti við sig jógakennararéttindum, opnaði stúdíó og lét draum sinn rætast um að opna heilsusetur þar
...