Mark­miðið er að hver og ein nái að vera besta út­kom­an af sjálfri sér og nái þess­ari út­geisl­un og ljóma. Báðar eiga þær erfitt ár að baki og vita hversu mik­il­vægt það er að huga að lík­ama og sál til að auka orku og út­geisl­un sína
Vellíðunarsetrið Rómantík og dulúð ríkir í nýja heilsusetrinu hennar Maríönnu sem er við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi þar sem Esjan skartar sínu fegursta.
Vellíðun­ar­setrið Róm­an­tík og dulúð rík­ir í nýja heilsu­setr­inu henn­ar Maríönnu sem er við sjáv­ar­síðuna á Seltjarn­ar­nesi þar sem Esj­an skart­ar sínu feg­ursta. — Ljós­mynd­ir/​Eyþór Arn­ar Ingvars­son

Sjöfn Þórðardótt­ir

sjofn@mbl.is

Mark­miðið er að hver og ein nái að vera besta út­kom­an af sjálfri sér og nái þess­ari út­geisl­un og ljóma. Báðar eiga þær erfitt ár að baki og vita hversu mik­il­vægt það er að huga að lík­ama og sál til að auka orku og út­geisl­un sína.

Nýtt heilsu­set­ur við sjáv­ar­síðuna á Seltjarn­ar­nesi

Marí­anna er eig­andi UMI studio sem er nýtt heilsu­set­ur við sjáv­ar­síðuna á Seltjarn­ar­nesi þar sem út­sýnið fang­ar augað. Þar eru í boði hreyfi­tím­ar eins og pila­tes, jóga, band­vefs­los­un og styrk­ur svo fátt sé nefnt en þar er einnig snyrti- og nudd­stofa. Marí­anna átti og rak Snyrti­stofu Reykja­vík­ur um langt skeið en þegar hún ákvað að flytja á Seltjarn­ar­nesið breytti hún um stefnu og bætti við sig jóga­kenn­ara­rétt­ind­um, opnaði stúd­íó og lét draum sinn ræt­ast um að opna heilsu­set­ur þar

...