— AFP/​Al­berto Pizzoli

Lík­kista Frans páfa var í gær flutt til Pét­urs­kirkj­unn­ar, þar sem það verður til sýn­is fram að út­för páfans á laug­ar­dag­inn. Yf­ir­völd í Róma­borg sögðu að um 20.000 manns hefðu lagt leið sína á Pét­urs­torgið hið minnsta í gær til þess að votta páf­an­um virðingu sína. Myndaðist löng biðröð inni í Pét­urs­kirkj­unni og þurfti fólk að bíða í um eina og hálfa klukku­stund til þess að sjá lík páfans. Náði biðröðin alla leið út fyr­ir Páfag­arð og inn í sjálfa Róma­borg.

Örygg­is­gæsla hef­ur verið stór­auk­in í borg­inni vegna út­far­ar­inn­ar, en áætlað er að um 250.000 manns muni fara á Pét­urs­torgið á laug­ar­dag­inn þegar út­för páfans fer fram. Þá verða um 100 fyr­ir­menni og þjóðarleiðtog­ar inni í Pét­urs­kirkju á meðan at­höfn­in fer fram.