Kon­an sem grunuð er um aðild að and­láti föður síns á Arn­ar­nesi fyrr í mánuðinum var úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Rík­is­út­varpið grein­ir frá því að kon­an hafi neitað sök í mál­inu en lög­regl­an hef­ur ekki viljað staðfesta það
Rannsókn Lögregla fékk tilkynningu að morgni 11. apríl.
Rann­sókn Lög­regla fékk til­kynn­ingu að morgni 11. apríl. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Ólaf­ur Páls­son

olaf­ur@mbl.is

Kon­an sem grunuð er um aðild að and­láti föður síns á Arn­ar­nesi fyrr í mánuðinum var úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Rík­is­út­varpið grein­ir frá því að kon­an hafi neitað sök í mál­inu en lög­regl­an hef­ur ekki viljað staðfesta það.

Heim­ild til gæslu­v­arðhalds á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna er að finna í a-lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð saka­mála.

A-liður­inn kveður á um það að úr­sk­urða megi sak­born­ing í gæslu­v­arðhald ef ætla megi að hann muni tor­velda rann­sókn máls­ins, svo sem með því að afmá merki eft­ir brot, skjóta und­an mun­um eða hafa áhrif á sam­seka eða vitni.

Þá er gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður alltaf bund­inn þeim skil­yrðum að fram sé

...