Konan sem grunuð er um aðild að andláti föður síns á Arnarnesi fyrr í mánuðinum var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ríkisútvarpið greinir frá því að konan hafi neitað sök í málinu en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það

Rannsókn Lögregla fékk tilkynningu að morgni 11. apríl.
— Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Konan sem grunuð er um aðild að andláti föður síns á Arnarnesi fyrr í mánuðinum var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ríkisútvarpið greinir frá því að konan hafi neitað sök í málinu en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það.
Heimild til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna er að finna í a-lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála.
A-liðurinn kveður á um það að úrskurða megi sakborning í gæsluvarðhald ef ætla megi að hann muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni.
Þá er gæsluvarðhaldsúrskurður alltaf bundinn þeim skilyrðum að fram sé
...