— Morg­un­blaðið/​Eyþór

Útför Jónas­ar Ingi­mund­ar­son­ar pí­anó­leik­ara var gerð frá Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík í gær að viðstöddu marg­menni og hafði séra Hjálm­ar Jóns­son um­sjón með at­höfn­inni. Jón­as fædd­ist 30. maí 1944 á Bergþórs­hvoli í Vest­ur-Land­eyj­um og stóð á átt­ræðu þegar hann lést 14. apríl. Á unga aldri kom í ljós að Jón­as hafði næmt tóneyra og hon­um væru tón­list­ar­hæfi­leik­ar í blóð born­ir.

Hann hóf tón­list­ar­nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík þar sem hann vakti fyrr en varði at­hygli fyr­ir hæfni sína og túlk­un við flygil­inn. Lá leið Jónas­ar frá Reykja­vík til Aust­ur­rík­is í Tón­list­ar­há­skól­ann í Vín­ar­borg þaðan sem hann lauk fram­halds­námi eft­ir að hafa aukið þar við þekk­ingu sína við fót­skör nafn­togaðra meist­ara.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Jónas­ar er Ágústa Hauks­dótt­ir tón­list­ar­kenn­ari.