Starfs­fólk Lands­virkj­un­ar er að und­ir­búa viðamikla flutn­inga á vind­myll­un­um 28 sem munu mynda Vaðöldu­ver, fyrsta vindorku­ver lands­ins. Þetta er mjög stórt verk­efni þar sem marg­ir þurfa að koma að, að því er fram kem­ur á vef fyr­ir­tæk­is­ins
Framtíðarsýn Vindmyllurnar 28 við Vaðöldu verða allar sömu gerðar. Þær munu vissulega setja svip sinn á umhverfið enda munu þær ná upp í 150 metra hæð þegar spaðarnir eru í efstu stöðu.
Framtíðar­sýn Vind­myll­urn­ar 28 við Vaðöldu verða all­ar sömu gerðar. Þær munu vissu­lega setja svip sinn á um­hverfið enda munu þær ná upp í 150 metra hæð þegar spaðarn­ir eru í efstu stöðu. — Tölvu­mynd/​Cowi-Sveinn Bjarna­son

Baksvið

Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

sisi@mbl.is

Starfs­fólk Lands­virkj­un­ar er að und­ir­búa viðamikla flutn­inga á vind­myll­un­um 28 sem munu mynda Vaðöldu­ver, fyrsta vindorku­ver lands­ins. Þetta er mjög stórt verk­efni þar sem marg­ir þurfa að koma að, að því er fram kem­ur á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Mögu­lega verða þetta mestu þunga­flutn­ing­ar Íslands­sög­unn­ar.

Vaðöldu­ver, sem áður gekk und­ir vinnu­heit­inu Búr­fells­lund­ur, rís sunn­an við Sult­ar­tanga­stíflu á Þjórsár- og Tungna­ár­svæðinu, á svæðinu við fellið Vaðöldu.

Staðið hef­ur til um all­nokk­urn tíma að kenna vindorku­verið við Vaðöldu, en þar sem það var þekkt í öllu leyf­is­veit­inga­ferl­inu sem Búr­fells­lund­ur ákvað Lands­virkj­un að hrófla

...