Starfsfólk Landsvirkjunar er að undirbúa viðamikla flutninga á vindmyllunum 28 sem munu mynda Vaðölduver, fyrsta vindorkuver landsins. Þetta er mjög stórt verkefni þar sem margir þurfa að koma að, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins

Framtíðarsýn Vindmyllurnar 28 við Vaðöldu verða allar sömu gerðar. Þær munu vissulega setja svip sinn á umhverfið enda munu þær ná upp í 150 metra hæð þegar spaðarnir eru í efstu stöðu.
— Tölvumynd/Cowi-Sveinn Bjarnason
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Starfsfólk Landsvirkjunar er að undirbúa viðamikla flutninga á vindmyllunum 28 sem munu mynda Vaðölduver, fyrsta vindorkuver landsins. Þetta er mjög stórt verkefni þar sem margir þurfa að koma að, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.
Mögulega verða þetta mestu þungaflutningar Íslandssögunnar.
Vaðölduver, sem áður gekk undir vinnuheitinu Búrfellslundur, rís sunnan við Sultartangastíflu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, á svæðinu við fellið Vaðöldu.
Staðið hefur til um allnokkurn tíma að kenna vindorkuverið við Vaðöldu, en þar sem það var þekkt í öllu leyfisveitingaferlinu sem Búrfellslundur ákvað Landsvirkjun að hrófla
...