
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Gefið hefur verið út markaðsleyfi fyrir alzheimerlyfið Leqembi í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal á Íslandi, en lyfið hægir á hrörnun heilastarfsemi á upphafsstigum sjúkdómsins. Hugsanlegt er að meðhöndlun með lyfinu hefjist hér á landi í vetur eða í byrjun næsta árs.
Leqembi er líftæknilyf sem er notað til að meðhöndla væga vitræna skerðingu eða væga heilabilun vegna alzheimersjúkdóms hjá fullorðnum. Áður hefur lyfið m.a. fengið markaðsleyfi í Bandaríkjunum, Japan, Kína og Bretlandi. Fleiri slík lyf eru í þróun.
Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun gaf stofnunin út markaðsleyfi á Íslandi fyrir Leqembi 16. apríl síðastliðinn. Lyfjastofnun segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að það sé
...