Fleiri strand­veiðibát­ar sækj­ast eft­ir því að taka þátt í veiðum sum­ars­ins en nokkru sinni fyrr. Um 900 tals­ins skiluðu um­sókn áður en frest­ur rann út á miðnætti 22. apríl, en rík­is­stjórn­in hef­ur heitið því að tryggja öll­um bát­um 48 veiðidaga í sum­ar.

Ef all­ir um­sækj­end­ur fá leyfi þarf að ráðstafa 29 þúsund tonna þorskkvóta til að upp­fylla lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að því gefnu að þorskafli í róðri í sum­ar verði eins og síðasta sum­ar. Það er um 161% meiri afli en bát­arn­ir lönduðu síðasta sum­ar, en þá voru veiðar stöðvaðar um miðjan júlí þegar heim­ild­ir, sem strand­veiðum var ráðstafað, kláruðust. Fiski­stofa vinn­ur enn úr um­sókn­um.

Ekk­ert hef­ur verið upp­lýst um hvernig veiðunum verði tryggðar næg­ar veiðiheim­ild­ir til að all­ir bát­ar fái 48 veiðidaga. Eft­ir því sem Morg­un­blaðið kemst næst hef­ur ríkið aðeins tíu þúsund tonn til ráðstöf­un­ar

...