
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Við viljum takmarka bílaumferð um viðkvæmustu svæðin til þess að tryggja hreint neysluvatn sem eru einstök gæði á heimsvísu. Helsta ógnin við þetta hreina vatn er bílar á grannsvæði,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna vegna umræðu um að til standi að banna umferð einkabílsins í Heiðmörk.
Hún segir að unnið sé að nýju deiliskipulagi fyrir Heiðmörk með Reykjavíkurborg og þetta skipulagsferli sé í raun og veru það sem búið sé að gera í hinum sveitarfélögunum þar sem vatnsvernd hefur verið sett í fyrsta sæti og bílastæði færð út fyrir grannsvæði vatnsverndar.
Spurð hvort nýjar mælingar eða rannsóknir sýni að þetta svæði sé raunverulega í hættu segir Sólrún að ástæðan fyrir þessu hreina vatni sé gljúpt hraun þar sem hreint
...