„Við vilj­um tak­marka bílaum­ferð um viðkvæm­ustu svæðin til þess að tryggja hreint neyslu­vatn sem eru ein­stök gæði á heimsvísu. Helsta ógn­in við þetta hreina vatn er bíl­ar á grannsvæði,“ seg­ir Sól­rún Kristjáns­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Veitna…
Vatnsvernd Framkvæmdastýra Veitna segist ekki vera á móti bílaumferð um Heiðmörk heldur sé hún á móti bílaumferð um viðkvæmustu svæðin.
Vatns­vernd Fram­kvæmda­stýra Veitna seg­ist ekki vera á móti bílaum­ferð um Heiðmörk held­ur sé hún á móti bílaum­ferð um viðkvæm­ustu svæðin. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Óskar Bergs­son

osk­ar@mbl.is

„Við vilj­um tak­marka bílaum­ferð um viðkvæm­ustu svæðin til þess að tryggja hreint neyslu­vatn sem eru ein­stök gæði á heimsvísu. Helsta ógn­in við þetta hreina vatn er bíl­ar á grannsvæði,“ seg­ir Sól­rún Kristjáns­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Veitna vegna umræðu um að til standi að banna um­ferð einka­bíls­ins í Heiðmörk.

Hún seg­ir að unnið sé að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir Heiðmörk með Reykja­vík­ur­borg og þetta skipu­lags­ferli sé í raun og veru það sem búið sé að gera í hinum sveit­ar­fé­lög­un­um þar sem vatns­vernd hef­ur verið sett í fyrsta sæti og bíla­stæði færð út fyr­ir grannsvæði vatns­vernd­ar.

Spurð hvort nýj­ar mæl­ing­ar eða rann­sókn­ir sýni að þetta svæði sé raun­veru­lega í hættu seg­ir Sól­rún að ástæðan fyr­ir þessu hreina vatni sé gljúpt hraun þar sem hreint

...