
Borgarráð hefur samþykkt að heimilað verði innkaupaferli vegna endurnýjunar og lagfæringa á þremur gervigrasvöllum. Kostnaðaráætlun er 300 milljónir króna fyrir vellina þrjá.
Um er að ræða aðalvöll (keppnisvöll) á íþróttasvæði ÍR í Mjódd, aðalvöll (keppnisvöll) Leiknis við Austurberg og æfingavöll Víkings í Fossvogi.
Í verkefninu felst upprif og förgun á núverandi gervigrasi, útvegun og niðurlögn á nýju gervigrasi ásamt fjaðurlagi. Þá þarf að lagfæra undirlag undir gervigrasi á æfingavelli Víkings vegna sigs í jarðvegi sem þar hefur komið fram. Innifalinn er nýr búnaður, þ.e. mörk og hornfánar ásamt festingum í undirlagi.
Gervigrasið skal vera af mestu fáanlegum gæðum og uppfylla staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Prófun fari fram að fullnaðarfrágangi loknum til staðfestingar
...