Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að heim­ilað verði inn­kaupa­ferli vegna end­ur­nýj­un­ar og lag­fær­inga á þrem­ur gervi­grasvöll­um. Kostnaðaráætl­un er 300 millj­ón­ir króna fyr­ir vell­ina þrjá. Um er að ræða aðal­völl (keppn­is­völl) á íþrótta­svæði ÍR í Mjódd, aðal­völl…
Breiðholt Nýtt gervigras verður lagt á keppnisvöll Leiknis við Austurberg.
Breiðholt Nýtt gervi­gras verður lagt á keppn­is­völl Leikn­is við Aust­ur­berg. — Morg­un­blaðið/​Arnþór

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að heim­ilað verði inn­kaupa­ferli vegna end­ur­nýj­un­ar og lag­fær­inga á þrem­ur gervi­grasvöll­um. Kostnaðaráætl­un er 300 millj­ón­ir króna fyr­ir vell­ina þrjá.

Um er að ræða aðal­völl (keppn­is­völl) á íþrótta­svæði ÍR í Mjódd, aðal­völl (keppn­is­völl) Leikn­is við Aust­ur­berg og æf­inga­völl Vík­ings í Foss­vogi.

Í verk­efn­inu felst upp­rif og förg­un á nú­ver­andi gervi­grasi, út­veg­un og niður­lögn á nýju gervi­grasi ásamt fjaður­lagi. Þá þarf að lag­færa und­ir­lag und­ir gervi­grasi á æf­inga­velli Vík­ings vegna sigs í jarðvegi sem þar hef­ur komið fram. Innifal­inn er nýr búnaður, þ.e. mörk og horn­fán­ar ásamt fest­ing­um í und­ir­lagi.

Gervi­grasið skal vera af mestu fá­an­leg­um gæðum og upp­fylla staðal Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins. Próf­un fari fram að fullnaðarfrá­gangi lokn­um til staðfest­ing­ar

...