Fyr­ir ári var greint frá því að Ísland yrði á meðal þeirra ríkja sem halda HM karla í hand­knatt­leik í janú­ar árið 2031 ásamt Dan­mörku og Nor­egi. Þótt enn séu tæp sex ár þar til keppn­in fer fram er und­ir­bún­ing­ur­inn þegar haf­inn að sögn Guðmund­ar B

Kristján Jóns­son

kris@mbl.is

Fyr­ir ári var greint frá því að Ísland yrði á meðal þeirra ríkja sem halda HM karla í hand­knatt­leik í janú­ar árið 2031 ásamt Dan­mörku og Nor­egi. Þótt enn séu tæp sex ár þar til keppn­in fer fram er und­ir­bún­ing­ur­inn þegar haf­inn að sögn Guðmund­ar B. Ólafs­son­ar, frá­far­andi for­manns Hand­knatt­leiks­sam­bands Íslands.

„Við réðum Hrann­ar Haf­steins­son til verks­ins en hann er þaul­van­ur stórviðburðum í tón­list­ar­heim­in­um. Hann hef­ur unnið með Senu við skipu­lagn­ingu á tón­leik­um sem eru með þeim stærstu sem verið hafa hér á landi. Hann er því verk­efn­is­stjóri og er hægt og ró­lega að setja sig inn í verk­efnið og ljóst að við ætl­um ekki að vera á síðustu stundu eins og oft áður. Til að mynda fylgd­ist hann með Dön­un­um á síðasta móti í janú­ar. Kynnti sér all­an und­ir­bún­ing í kring­um það

...