
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Fyrir ári var greint frá því að Ísland yrði á meðal þeirra ríkja sem halda HM karla í handknattleik í janúar árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Þótt enn séu tæp sex ár þar til keppnin fer fram er undirbúningurinn þegar hafinn að sögn Guðmundar B. Ólafssonar, fráfarandi formanns Handknattleikssambands Íslands.
„Við réðum Hrannar Hafsteinsson til verksins en hann er þaulvanur stórviðburðum í tónlistarheiminum. Hann hefur unnið með Senu við skipulagningu á tónleikum sem eru með þeim stærstu sem verið hafa hér á landi. Hann er því verkefnisstjóri og er hægt og rólega að setja sig inn í verkefnið og ljóst að við ætlum ekki að vera á síðustu stundu eins og oft áður. Til að mynda fylgdist hann með Dönunum á síðasta móti í janúar. Kynnti sér allan undirbúning í kringum það
...