Alls bár­ust um 900 um­sókn­ir um strand­veiðileyfi vegna veiða í sum­ar en um­sókn­ar­frest­ur rann út á miðnætti 22. apríl, upp­lýs­ir Fiski­stofa. Ná­kvæm­ur fjöldi ligg­ur ekki fyr­ir þar sem ein­hverj­ar um­sókn­ir bár­ust með tölvu­pósti og á eft­ir að fara yfir þær
Sjósókn Mikil aðsókn er í strandveiðar og þarf mögulega töluvert af aflaheimildum til að allir fái 48 veiðidaga.
Sjó­sókn Mik­il aðsókn er í strand­veiðar og þarf mögu­lega tölu­vert af afla­heim­ild­um til að all­ir fái 48 veiðidaga. — Morg­un­blaðið/​Al­fons Finns­son

Frétta­skýr­ing

Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son

gso@mbl.is

Alls bár­ust um 900 um­sókn­ir um strand­veiðileyfi vegna veiða í sum­ar en um­sókn­ar­frest­ur rann út á miðnætti 22. apríl, upp­lýs­ir Fiski­stofa. Ná­kvæm­ur fjöldi ligg­ur ekki fyr­ir þar sem ein­hverj­ar um­sókn­ir bár­ust með tölvu­pósti og á eft­ir að fara yfir þær. Alls hafa 699 fengið af­greitt leyfi til veiða, en enn er unnið úr um­sókn­um hjá Fiski­stofu. Á síðasta ári fengu 764 bát­ar leyfi til strand­veiða en 756 bát­ar nýttu leyfið og lönduðu afla.

Rík­is­stjórn­in hét því í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni að öll­um strand­veiðibát­um yrðu tryggðir 48 veiðidag­ar í sum­ar, það er að segja 12 veiðidag­ar í hverj­um mánuði; maí, júní, júlí og ág­úst. Sam­kvæmt ákvæðum laga er hverj­um báti heim­ilt að landa að há­marki 650 kíló­um af slægðum afla í þorskí­gild­um talið í

...