
Fréttaskýring
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Alls bárust um 900 umsóknir um strandveiðileyfi vegna veiða í sumar en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 22. apríl, upplýsir Fiskistofa. Nákvæmur fjöldi liggur ekki fyrir þar sem einhverjar umsóknir bárust með tölvupósti og á eftir að fara yfir þær. Alls hafa 699 fengið afgreitt leyfi til veiða, en enn er unnið úr umsóknum hjá Fiskistofu. Á síðasta ári fengu 764 bátar leyfi til strandveiða en 756 bátar nýttu leyfið og lönduðu afla.
Ríkisstjórnin hét því í stefnuyfirlýsingu sinni að öllum strandveiðibátum yrðu tryggðir 48 veiðidagar í sumar, það er að segja 12 veiðidagar í hverjum mánuði; maí, júní, júlí og ágúst. Samkvæmt ákvæðum laga er hverjum báti heimilt að landa að hámarki 650 kílóum af slægðum afla í þorskígildum talið í
...