Fréttastjóri Heiðar segir Rúv. geta lagt meiri áherslu á stafræna miðla.
Frétta­stjóri Heiðar seg­ir Rúv. geta lagt meiri áherslu á sta­f­ræna miðla. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Rík­is­út­varpið hætt­ir að sjón­varpa frétt­um klukk­an 22 á kvöld­in frá og með 2. júlí. Þá verða kvöld­frétt­irn­ar sýnd­ar klukk­an 20 í stað 19 en sú breyt­ing tek­ur gildi 24. júlí. Frá þessu grein­ir Rúv. en breyt­ing­arn­ar voru kynnt­ar starfs­mönn­um frétta­stof­unn­ar á fundi í gær.

Í byrj­un júlí hefst EM kvenna í fót­bolta og verða kvöld­frétt­irn­ar þá tíma­bundið send­ar út klukk­an 21 á kvöld­in, líkt og gert var í fyrra þegar EM karla í fót­bolta var haldið. Frá og með 24. júlí verða frétt­irn­ar sýnd­ar í sjón­varp­inu klukk­an 20, sem verður þá hinn nýi venju­legi sýn­ing­ar­tími.

„Frétta­neysla hef­ur breyst gríðarlega síðustu ár og við ætl­um að laga okk­ur að þeim breytta veru­leika. Með því að draga úr sjón­varps­fram­leiðslu get­um við lagt meiri áherslu á frétt­ir á sta­f­ræn­um miðlum þar sem flest­ir neyta þeirra,“ er haft eft­ir Heiðari Erni Sig­urfinns­syni frétta­stjóra Rík­is­út­varps­ins í frétt Rúv.