
Steinn Völundur Halldórsson básúnuleikari, Katrín Birna Sigurðardóttir sellóleikari og Bjargey Birgisdóttir fiðluleikari stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld, föstudaginn 25. apríl, kl. 19.30 á tónleikunum Ungir einleikarar sem fram fara í Eldborg í Hörpu. Segir í tilkynningu að þau þrjú hafi orðið hlutskörpust í einleikara- og einsöngskeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. Hljómsveitarstjóri er hinn georgíski Mirian Khukhunaishvili.