Steinn Völ­und­ur Hall­dórs­son bás­únu­leik­ari, Katrín Birna Sig­urðardótt­ir selló­leik­ari og Bjargey Birg­is­dótt­ir fiðluleik­ari stíga á svið með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands annað kvöld, föstu­dag­inn 25. apríl, kl. 19.30 á tón­leik­un­um Ung­ir ein­leik­ar­ar sem fram fara í Eld­borg í Hörpu. Seg­ir í til­kynn­ingu að þau þrjú hafi orðið hlut­skörp­ust í ein­leik­ara- og ein­söngskeppni Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands og Lista­há­skóla Íslands. Hljóm­sveit­ar­stjóri er hinn georgíski Miri­an Khuk­hunais­hvili.