HIMARS-eldflaug skotið á loft.
HIMARS-eld­flaug skotið á loft.

Her­sveit­ir Taívans æfðu í fyrsta skipti í gær notk­un á lang­drægu eld­flauga­kerfi, svo­nefndu HIMARS. Kerfi þetta er banda­rískt að upp­runa og þykir bæði ná­kvæmt og ban­vænt á víg­vell­in­um. Sama vopna­kerfi er notað gegn inn­rás­arliði Rúss­lands í Úkraínu.

Und­an­farna ára­tugi hafa stjórn­völd í Taív­an lagt mikla áherslu á upp­bygg­ingu hers­ins og inn­leiðingu á nýj­um og höggþung­um vopna­kerf­um. Ástæðan er ótti við útþenslu­stefnu Kína og hugs­an­lega inn­rás þeirra inn í Taív­an.

Banda­rísk­ir sér­fræðing­ar voru viðstadd­ir æf­ing­una og veittu þeir tækniaðstoð og leiðsögn við skot­próf­an­ir. Hers­höfðingi Taívanss­hers seg­ir próf­an­ir hafa gengið með ágæt­um, þó hafi reynst erfitt að sam­ræma eld­flauga­skot­in. Er því þörf á frek­ari þjálf­un.