
Ragnar Vestfjörð Sigurðsson fæddist 17. janúar 1945. Hann lést 16. apríl 2025.
Útför Ragnars fór fram 25. apríl 2025.
Kynni mín af Ragnari voru stutt en afskaplega góð. Um fjögur ár eru síðan ég kom inn í líf hans og hann í mitt. Strax tókst með okkur mikill vinskapur. Það var alltaf notalegt að koma á Reynimelinn til hans og Þórunnar, oft í fjölmenn matar- og kaffiboð. Þar sat hann iðulega í sama eldhússtólnum, sem ég gat aldrei skilið hvernig honum þótti þægilegur, og brosti og hló af stolti yfir fólkinu sínu.
Við Ragnar áttum okkar bestu stundir við pallasmíði í gömlu íbúðinni okkar Jóhönnu. Ragnar var upptekinn maður, en á milli verkefna fann hann tíma til þess að koma til okkar og smíða þennan líka stönduga og flotta sólpall. Áður en verkið hófst gat hann mælt út annan pall við íbúð beint á móti
...