Ragn­ar Vest­fjörð Sig­urðsson fædd­ist 17. janú­ar 1945. Hann lést 16. apríl 2025.

Útför Ragn­ars fór fram 25. apríl 2025.

Kynni mín af Ragn­ari voru stutt en af­skap­lega góð. Um fjög­ur ár eru síðan ég kom inn í líf hans og hann í mitt. Strax tókst með okk­ur mik­ill vin­skap­ur. Það var alltaf nota­legt að koma á Reyni­mel­inn til hans og Þór­unn­ar, oft í fjöl­menn mat­ar- og kaffi­boð. Þar sat hann iðulega í sama eld­hús­stóln­um, sem ég gat aldrei skilið hvernig hon­um þótti þægi­leg­ur, og brosti og hló af stolti yfir fólk­inu sínu.

Við Ragn­ar átt­um okk­ar bestu stund­ir við palla­smíði í gömlu íbúðinni okk­ar Jó­hönnu. Ragn­ar var upp­tek­inn maður, en á milli verk­efna fann hann tíma til þess að koma til okk­ar og smíða þenn­an líka stönd­uga og flotta sólpall. Áður en verkið hófst gat hann mælt út ann­an pall við íbúð beint á móti

...