
Valgeir Ástráðsson
„Að vernda börn er sjálfsögð skylda, þar ber að standa um traustan vörð.“ Frelsarinn benti á það, sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín … og hann blessaði þau.“ Það vitum við kristið fólk að þeirri skipun ber að hlýða og framkvæma. Við sem þekktum sr. Friðrik Friðriksson vitum að hann sinnti því og skildi eftir meiri blessun en aðrir. Hann var hlýr í framkomu, einlægur, heilsaði gjarnan með faðmlagi, sem var almennt á hans tíma og allir stunduðu, öllum var það eðlilegt. Við sem þekktum hann, samherjar og vinir hans aðrir, vissum að hann var heiðarlegur í öllu sem hann kom nálægt.
Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“.
Nú er svo, að samfélagið er verulega opið fyrir fréttum um ásakanir á fólk. Kannski eru einhverjar sannar, sem
...